Óviðjafnanleg geta og engar málamiðlanir. Maverick R setur nýjan standard í buggý bílum. Hannaður til að takast á við erfiðasta landslag sem finnst hraðar en nokkur annar buggý bíll.
Bíllinn sem brúar leik og vinnu. Commander hefur sýnt sig og sannað sem einn fjölhæfasti buggý bíll allra tíma. Gríðarlega öflug fjöðrun, snarpur mótor og mikið pláss fyrir búnað og mannskap.
Okkar minnsti buggý bíll sem inniheldur allt sem Can-Am stendur fyrir. Hagstæðari í rekstri og vandaðri smíði en sést hjá öðrum bílum í sama verðflokki.
Allt sem þú þarft til leiða hópinn. Outlander línan skarar framúr í fjöðrunareginleikum og krafti. Margra ára reynsla hefur sýnt fram á óviðjafnanlega endingu og áreiðanleika. Traustara fjórhjól finnst ekki.
Nýjasta skrefið í þróun Can-Am fjórhjóla kemur í Light-línunni. Allgjörlega endurhannað frá grunni með nýjum mótorum. G3L Outlander hjólið er kraftmeira og fjölhæfara en forveri sinn, á hagstæðara verði.
Vinsælustu sexhjól íslands í dag koma nú í endurbættri útgáfu. Uppfærð fjöðrun með sverari dempurum, betri dekk, uppfærður ljósabúnaður og margt fleira.
Loksins fáanlegt götuskráð. Renegade slær ekkert af þegar kemur að krafti og snerpu. Flest hestöfl per kíló af öllum Can-Am hjólum. Lægri þyngdarpunktur, mikið fjöðrunarsvið og öflugir demparar. Renegade er pakki fyrir þá sem vilja fara hraðar en hinir.