Öryggi

Þitt öryggi skiptir okkur máli

Öryggi ökumanna er í fyrsta forgangi hjá okkur. Lærðu meira um hvernig þú skilar þér og þínum heilum heim eftir fjörugan dag. 

Vertu með rétta búnaðinn

Öryggisbúnaður er okkar mikilvægasta vörn

  • Hjálmur, gleraugu og brynja
  • Viðeigandi fatnaður, hanskar og skóbúnaður

Öruggur Akstur

Vertu viss að þitt tæki sé með allan búnaði í lagi

Ljósabúnaður, flauta, bremsur, speglar og fleira þarf að vera í standi á öllum götuskráðum tækjum. Neytum aldrei áfengis eða lyfja - verum á varðbergi og stundum ábyrgan akstur. 

Aldur

Ökuskirteini - Dráttarvélaréttindi

Til að keyra götuskráð Can-Am tæki þarf bílpróf eða dráttarvélaréttindi. 

Virðum leikvöllinn

Okkur er annt um landið okkar - virðum það

Öllum leik fylgir ábyrgð

Okkur er annt um að komandi kynslóðir geti notið alls þess sem Íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. 

  • Höldum okkur við slóðana - utanvegaakstur er ljótur! 
  • Tökum með okkur ruslið - ef það komst með okkur á fjöll kemst það með okkur heim. 
  • Berum virðingu fyrir öðrum - jákvætt viðhorf annara tryggir áframhaldandi ferðafrelsi.