Can-Am Hill Rally 2023

BRP-Ellingsen liðið, skipað þeim Kristjáni Einari Kristjáns­syni og Guðna Frey Ómars­syni, sigraði Can-Am Iceland Hill Rally 2023 sem fór fram dagana 11.-13. ágúst 2023.

Kristján Einar og Guðni Freyr sigra Can-Am Hill Rally 2023

Maverick X3 bílar í efstu tvem sætunum.

BRP-Ellingsen liðið, skipað þeim Kristjáni Einari Kristjáns­syni og Guðna Frey Ómars­syni, sigraði Can-Am Iceland Hill Rally 2023 sem fór fram dagana 11.-13. ágúst 2023.

CanAm Iceland Hill Rally er þriggja daga þolakstur­s­­rally sem fer fram á sérleiðum, mest megnis á há­­lendi Ís­lands. Rúm­lega 400 kíló­metra leið. Rallið er sérstaklega ætlað jeppum og buggý bílum. 

Heildar­tími Kristjáns Einars og Guðna á Ma­verick X3 XRC Turbo RR bílnum var fimm klukku­stundir og rúmar fjórar mínútur og var heildar­tími þeirra rúm­lega tuttugu mínútum skemmri heldur en liðinu í öðru sæti sem var skipað þeim Sig­hvati Sigurðs­syni og Leó Róberts­syni, einnig á Can-Am Maverick X3. 

18 bílar tóku þátt í Can-Am Hill Rallý þetta árið og segir það margt um hve krefjandi þessi keppni er að engöngu 9 bílar kláruðu. 

Rallið hófst á föstudegi á sérleiðu, í grennd við akstursíþróttasvæði Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði. 

Á öðrum degi var haldið í átt að Lyngdalsheiði og Kaldadal, þar sem keyrðar voru ímsar sérleiðir sunnan Langjökuls, frá Kaldadal í átt að Gullfossi. 

Lokadagurinn fór svo fram á sérleiðum á Fjallabaki. Keyrðar voru þekktar leiðir svo sem Dómadal og Keldnahaun. 

 

BRP-Ellingsen og Can-Am eru styrktaraðilar Hill Rally Iceland, skipuleggjanda Hill Rally. 

Samantekt um rallið hjá G7media

Á YouTube

Can-Am Hill Rallý Snýr aftur 2024

Lengra, Flottara, Fjölmennara en nokkurntíman áður.

Hvetjum alla buggý og jeppaáhugamenn til að taka þátt. Ógleimanleg skemmtun á mörgum af flottustu aksturleiðum á Íslandi.