Baldvin Gunnarsson og Steðji BRP Racing sigra íslandsmeistaramótið í Pro-Open flokk í snocrossi 2023, á Lynx 600RS.
Þetta var vægast sagt æsispennandi vetur þar sem Steðji BRP með Baldvin og Jónas Stefánsson í fararbroddi nældu sér í tvö efstu sætin, báðir á Lynx 600RS keppnissleðum, eftir 5 umferðir.
Harkan var mikil og mjótt á munum hjá efstu mönnum þennan veturinn.
Þess má geta að Baldvin sigraði einnig bikarmeistaramótið á Akureyri og er því íslands og bikarmeistari í snocrossi á íslandi 2023.